Alþjóðlega ráðstefnan DesignTalks fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 24. apríl 2024. Búið er að opna fyrir miðasölu en uppselt hefur verið á þennan vinsæla viðburð síðustu ár. Ekki missa af þessari veislu sköpunarkraftsins!
„Mér finnst að samtalið í þetta sinn þurfi að vera meira jarðtengt og ígrundað um leið og tekist er á við ýmiskonar ójafnvægi samtímans. En líka að það ýti undir tenginguna við okkar innsta kjarna, innsæi og tilgang. Ég legg til að við nálgumst hvoru tveggja með hugarfari hinnar skapandi ævintýramanneskju og jafnvel smá skvettu af æðrileysi línudansarans – sem nær í land þrátt fyrir allt.”
Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks
DesignTalks hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um hönnun og arkitektúr, samtímarýni og framtíðarsýn, innsýn, áskoranir og tækifæri hönnuða, arkitekta og skapandi leiðtoga.
Viðburðurinn tekst einnig á við áskoranir líðandi stundar í samfélagslegu og hnattrænu tilliti og varpar ljósi á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í því samhengi. Fjölbreytt erindi veita innsýn í framúrskarandi verkefni, verk og vegferð skapandi leiðtoga í bland við innblásin samtöl og uppbrot af ýmsu tagi. Ekkert er utan seilingar.
Fatahönnuðir, arkitektar, vöruhönnuðir, matarhönnuðir og gagnvirkni hönnuðir hafa fjallað um sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í hönnun, tækni, jafnrétti, sveppi, upplifunarhönnun, stafræna tísku, upplýsingahönnun, endurhönnun kerfa, hönnunarhugsun, spáhönnun og framtíðir, gagnalæsi og hönnun í geimnum – fyrir jörðina.
Búið er að opna fyrir takmarkað magn af miðum á sérstöku forsöluverði:
Félagar MH&A
15.900 kr.
Fullt verð: 17.900 kr
Almenn sala
17.900 kr.
Fullt verð: 19.900 kr
DesignTalk hefur verið lykilviðburður HönnunarMars frá árinu 2009, fer fram í Hörpu og er einn sá stærsti á sínu sviði hér á landi þar sem skapandi fólk víðs vegar að kemur saman og veitir hvort öðru innblástur. HönnunarMars 2024 fer fram í sextánda sinn dagana 24. – 28. apríl.
Hlín Helga Guðlaugsdóttir er stjórnandi viðburðarins og framleiðandi er Þura Stína Kristleifsdóttir, fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs. Í fyrsta sinn árið 2022 var viðburðinum einnig streymt beint á stærstu hönnunarfréttaveitu heims Dezeen, fyrir tilstuðlan Íslandsstofu.
Fjölmargir eftirsóttir erlendir fyrirlesarar hafa komið fram á DesignTalks ásamt úrvali innlendra hönnuða og arkitekta. Þar má nefna arkitektinn Bjarke Ingels, stofnanda arkitektastofunnar BIG, fatahönnuðinn Eley Kishimoto og Katharine Hamnett, sci-fi arkitektinn Liam Young, grafíska hönnuðinn Jessica Walsh, Sagmeister& Walsh, Calvin Klein, arkitektinn Winy Maas og arkitektinn og sjálfbærni frumkvöðulinn Anders Lendager, vöruhönnuðinn Ilkka Suppanen, grafíska hönnuðinn Jonathan Barnbrook, matarhönnuðinn Marije Vogelzang og Marti Guixe, vöruhönnuðina Aamu Song og Johan Olin frá Company, critical hönnuðinn Anthony Dunne, stofnanda Dunne & Raby, Ersin Han Ersin, listrænan stjórnanda Marshmallow Laser Feast, landslagshönnuðinn Peter Veenstra, critical design hönnuðinn Natsai Audrey Chieza, founder of Faber Futures, Paul Bennett sköpunarstjóra IDEO og marga fleiri.
Á næstu vikum munum við byrja að tilkynna hverjir koma fram á DesignTalks 2024 – fylgstu með og tryggðu þér miða á forsöluverði!
Í fyrsta sinn árið 2022 var DesignTalks ráðstefnan sýnd í beinu streymi í samstarfi við hönnunarmiðilinn Dezeen og Íslandsstofu. Hér er hægt að horfa á streymið frá árunum 2022 og 2023, pt. 1 og pt. 2.
DesignTalks í gegnum árin :
2023
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009