Umsóknarferlið
HönnunarMars er stærsta kynningarafl hönnunar og arkitektúrs, innanlands sem erlendis, þar sem sjónum er beint að hönnun og því nýjasta sem er að gerast hverju sinni.
Þátttaka í hátíðinni tryggir umfjöllun og sýnileika verkefna sem hluti af öflugri kynningu HönnunarMars sem á sér stað í aðdraganda, á meðan og eftir hátíð fyrir fjölmiðla og almenning.
Verkefni/sýningar þátttakenda í HönnunarMars verða hluti af fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar, fara inn í kynningarefni hátíðar sem er miðlað með fjölbreyttum hætti í samstarfi við innlenda og erlenda fjölmiðla og aðra samstarfsaðila hátíðarinnar. Þátttakendur hafa einnig möguleika á því að vera með í öðrum opinberum viðburðum sem hátíðin skipuleggur svo sem Design Diplomacy, DesignMatch osfrv.
Búið er að loka fyrir umsóknir á HönnunarMars 2024. Ef áhugi er fyrir þátttöku vinsamlegast sendið póst á dagskra@honnunarmars.is
Fagráð HönnunarMars fer yfir og metur allar umsóknir.
Þátttökugjöld 2024
- 30.000 kr Félagsmenn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs
- 60.000 kr. Aðrir
Stærri samsýningar, nemendasýningar og fyrirtæki vinsamlegast hafið samband á dagskra@honnunarmars.is varðandi þátttökugjald.
Sem þátttakandi verður verkefnið þitt hluti af HönnunarMars sem er öflugur kynningarvettvangur fyrir íslenska hönnun og arkitektúr. Þar á meðal er:
- Verkefnið verður hluti af kynningarefni hátíðar sem er miðlað með fjölbreyttum hætti í samstarfi við innlenda og erlenda fjölmiðla og aðra samstarfsaðila.
- Kynning á samfélagsmiðlum HönnunarMars og Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
- Umfjallanir á fréttaveitu á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.
- Verkefni þátttakanda er miðlað á dagskrárvef HönnunarMars
- Þátttakandi fær rafrænan kynningarpakka hátíðar til afnota
- Merkingar HönnunarMars til að nýta á sýningarstað.
- Tækifæri til að sækja um þátttöku í öðrum viðburðum á vegum hátíðar.
Í umsókn er gerð grein fyrir hugmynd, umgjörð, innihaldi og dagskrá á greinagóðan hátt. Auk þess þarf að koma fram hvert nýnæmi verkefnisins er og hvað gerir það áhugavert og faglegt.
Umsókninni skal fylgja rökstuðningur fyrir því hvers vegna sýningin/viðburðurinn á heima á HönnunarMars.
- Hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur.
- Fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á hönnun eða arkitektúr.
- Fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur.
- Menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
- Menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs.
Fagráð fer yfir umsóknir um þátttöku á HönnunarMars og velur sýningar og viðburði sem verða á dagskrá hátíðarinnar.
Leiðarljós fagráðs HönnunarMars er að móta fjölbreytta en skýra dagskrá sem byggir á faglegum, áhugaverðum og áhrifamiklum verkefnum sem höfða til ólíkra hópa.
Verkefnin eru flokkuð samkvæmt eftirfarandi áherslum:
- fagleg verkefni stýrð af listrænum stjórnanda og/eða í viðurkenndum sýningarsal.
- tilraunakennd og nýskapandi verkefni
- faglegar nýjungar og vörur
- opin hús eða vinnustofur
- málþing, erindi eða samtöl
- stakir viðburðir
Í fagráði situr stjórnandi HönnunarMars, fulltrúi stjórnar HönnunarMars, aðili skipaður af Listaháskóla Íslands og fulltrúi Reykjavíkurborgar.
Umsókn samþykkt
Þegar samþykki liggur fyrir færðu sendan hlekk til að skrá inn allar upplýsingar um sýningu/viðburð. Mikilvægt er að yfirfara vel allan texta og huga vel að því að myndefni sé í birtingargæðum.
Texti og myndefni um sýninguna/viðburðinn mun birtast á dagskrársíðu HönnunarMars og verður notað við kynningu á hátíðinni.
Dagskrársíða HönnunarMars er fjölsótt enda er hún vettvangur gesta hátíðarinnar til að sækja sér upplýsingar um hvað er á döfinni.
Því fyrr sem upplýsingar eru komnar inn í kerfið því fyrr getur teymi HönnunarMars byrjað að kynna viðburðinn fyrir fjölmiðlum.
Sýnendur bera sjálfir ábyrgð á að finna sér sýningarstað fyrir sýningar og viðburði.
Teymi HönnunarMars er þó auðvitað boðið og búið að aðstoða sem frekast er kostur.
Aðildarfélög Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs standa sum fyrir samsýningum á hátíðinni.
Frekari upplýsingar veita verkefnastjórar og/eða formenn félaganna:
- Arkitektafélag Íslands – Sigríður Maack – sigridur@arktika.is
- Textílfélagið – Þorgerður Hlöðversdóttir – textilfelagid@gmail.com
- Félag húsgagna og innanhússarkitekta – Rósa Dögg Þorsteinsdóttir – rosa@ljosark.is
- Félag íslenskra landslagsarkitekta – Ómar Ingþórsson – omar.ingthorsson@efla.is
- Félag vöru- og iðnhönnuða – Þórunn Hannesdóttir – thorunn@faerid.com
- Félag íslenskra gullsmiða – Arna Arnarsdóttir – arnastjarna@hotmail.com
- Félag íslenskra teiknara – Gísli Arnarson – gisli@gislia.is
- Fatahönnunarfélag Íslands – Erla Björk Baldursdóttir– fatahonnunarfelag@honnunarmidstod.is
- Leirlistafélag Íslands – Daði Harðarson – leirlistafelagislands@gmail.com